Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Vægur bruni

336,967 views
Back to the program
Resources and description

Finndu út úr því hvernig meðhöndla á lítil brunasár með skyndihjálp.

Þetta verkefni okkar, sem tileinkað er skyndihjálp, var unnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Skyndihjálp

Vægur bruni

Í þessu myndbandi lærir þú að veita skyndihjálp vegna vægs bruna.

Bruni er metinn vægur ef hann er minni að flatarmáli en hálf hönd einstaklingsins sem brenndist.

Skyndihjálp:

1 - Fjarlægðu orsakavaldinn

Ef þú getur, reyndu að fjarlægja orsakavaldinn, hver svo sem hann er.

2 - Settu vatn á brunann

Kældu brunann eins fljótt og auðið er með köldu eða volgu kranavatni þar til sársaukinn er horfinn.

Fjarlægðu föt og skartgripi af brunasvæðinu ef þau eru ekki föst við húðina.

Ef þú ert í vafa um hvort bruninn er alvarlegur, hafðu samband við lækni eða Neyðarlínuna 112 og fáðu ráðleggingar frá fagfólki.

3 - Búðu um sárið með hreinum umbúðum

Settu hreinar umbúðir á sárið eða búðu til umbúðir með hreinum grisjum.

4 - Fylgstu með brunanum

Fylgstu vel með því hvort brunasvæðið verður rautt, heitt, eða brunanum fylgir mikill verkur. Ef sú er raunin leitaðu ráða hjá lækni.

Sprengdu ekki brunablöðrur. Um leið og blaðra springur, þá opnast leið fyrir bakteríur að sárinu sem geta valdið sýkingu.

5 - Stífkrampasprauta?

Tryggðu að einstaklingurinn sé með gilda bólusetningu fyrir stífkrampa. Ef þú ert í vafa hafðu samband við lækni.

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Alvarlegur bruni
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK