Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Köfnun fullorðna

710,221 views
Back to the program
Resources and description

Sjáðu hvaða aðferðum er best að beita við að losa aðskotahlut úr öndunarvegi hjá fullorðnum einstaklingi.

Þetta myndband er hluti af verkefninu “Lærðu að bjarga mannslífi” sem unnið var í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Skyndihjálp

Köfnun fullorðna

Í þessu myndbandi lærir þú að losa aðskotahlut úr öndunarvegi hjá einstaklingi sem er eldri en eins árs.

Þrennskonar sviðsmyndir geta komið upp:

1 - Einstaklingurinn andar ennþá

Sviðsmynd 1: Einstaklingurinn getur enn andað en á erfitt með það:

1 – Gríptu ekki til aðgerða

Hvettu einstaklinginn til að hósta, ekki gera neitt annað!

Að hósta er árangursríkasta leiðin til að losa aðskotahlut.

Aðrar aðgerðir gætu valdið meiri skaða.

Sviðsmynd 2: Einstaklingur andar ekki en er með meðvitund

Sviðsmynd 2: Einstaklingurinn andar ekki en er með meðvitund:

Styddu við efri hluta líkama viðkomandi með annarri hendi og hallaðu honum fram.

1 – Sláðu 5 sinnum á bakið

Sláðu allt að 5 sinnum þéttingsfast á milli herðablaðanna með þykkhöndinni.

2 - Þrýstu 5 sinnum á kviðinn

Ef aðskotahluturinn er enn fastur beittu kviðþrýstingi allt að 5 sinnum.

Krepptu hnefann og settu hann á efri hluta kviðar, rétt undir bringubeinið og fyrir ofan nafla.

Haltu utan um krepptan hnefann með hinni hendinni.

Hallaðu einstaklingnum fram.

Þrýstu snöggt að þér og upp á við.

Síðan skaltu slá 5 sinnum á bakið og þrýsta 5 sinnum á kviðinn til skiptis.

Sviðsmynd 3: Einstaklingurinn er meðvitundarlaus og hættur að anda

Sviðsmynd 3: Engar aðferðir hafa dugað til að losa aðskotahlutinn og einstaklingurinn missir meðvitund:

1 – Hringdu í Neyðarlínuna 112

2 - Byrjaðu endurlífgun

Hringdu eða biddu einhvern annan um að hringja í Neyðarlínuna 112 og byrjaðu endurlífgun með því að hnoða 30 sinnum og blása 2 til skiptis.

Ef þú treystir þér ekki til að blása, skaltu eingöngu beita hjartahnoði á taktinum tvö hnoð á sekúndu.

Haltu áfram endurlífgun þar til sérhæð aðstoð berst eða einstaklingurinn fer að anda eðlilega.

Ef einstaklingurinn sem er að kafna er í yfirvigt eða barnshafandi og þú nærð ekki að grípa utan um hann til að beita kviðþrýsingi, slegið á bakið og þrýst á brjóstkassann til skiptis.

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Endurlífgun ungabarna
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK