Sjáðu hvaða aðferðum er best að beita við að losa aðskotahlut úr öndunarvegi hjá fullorðnum einstaklingi.
Þetta myndband er hluti af verkefninu “Lærðu að bjarga mannslífi” sem unnið var í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp
Köfnun fullorðna
Í þessu myndbandi lærir þú að losa aðskotahlut úr öndunarvegi hjá einstaklingi sem er eldri en eins árs.
Þrennskonar sviðsmyndir geta komið upp:
1 - Einstaklingurinn andar ennþá
Sviðsmynd 1: Einstaklingurinn getur enn andað en á erfitt með það:
1 – Gríptu ekki til aðgerða
Hvettu einstaklinginn til að hósta, ekki gera neitt annað!
Að hósta er árangursríkasta leiðin til að losa aðskotahlut.
Aðrar aðgerðir gætu valdið meiri skaða.
Sviðsmynd 2: Einstaklingur andar ekki en er með meðvitund
Sviðsmynd 2: Einstaklingurinn andar ekki en er með meðvitund:
Styddu við efri hluta líkama viðkomandi með annarri hendi og hallaðu honum fram.
1 – Sláðu 5 sinnum á bakið
Sláðu allt að 5 sinnum þéttingsfast á milli herðablaðanna með þykkhöndinni.
2 - Þrýstu 5 sinnum á kviðinn
Ef aðskotahluturinn er enn fastur beittu kviðþrýstingi allt að 5 sinnum.
Krepptu hnefann og settu hann á efri hluta kviðar, rétt undir bringubeinið og fyrir ofan nafla.
Haltu utan um krepptan hnefann með hinni hendinni.
Hallaðu einstaklingnum fram.
Þrýstu snöggt að þér og upp á við.
Síðan skaltu slá 5 sinnum á bakið og þrýsta 5 sinnum á kviðinn til skiptis.
Sviðsmynd 3: Einstaklingurinn er meðvitundarlaus og hættur að anda
Sviðsmynd 3: Engar aðferðir hafa dugað til að losa aðskotahlutinn og einstaklingurinn missir meðvitund:
1 – Hringdu í Neyðarlínuna 112
2 - Byrjaðu endurlífgun
Hringdu eða biddu einhvern annan um að hringja í Neyðarlínuna 112 og byrjaðu endurlífgun með því að hnoða 30 sinnum og blása 2 til skiptis.
Ef þú treystir þér ekki til að blása, skaltu eingöngu beita hjartahnoði á taktinum tvö hnoð á sekúndu.
Haltu áfram endurlífgun þar til sérhæð aðstoð berst eða einstaklingurinn fer að anda eðlilega.
Ef einstaklingurinn sem er að kafna er í yfirvigt eða barnshafandi og þú nærð ekki að grípa utan um hann til að beita kviðþrýsingi, slegið á bakið og þrýst á brjóstkassann til skiptis.
Loading comments ...