Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Hringja eftir aðstoð

102,581 views
Back to the program
Resources and description

Lærðu að leita eftir aðstoð ef upp kemur neyðartilvik.

Þetta myndband er hluti af verkefninu “Lærðu að bjarga mannslífi” sem unnið var í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Valur Freyr Einarsson. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Hringja eftir aðstoð

Í þessu myndbandi lærir þú að hringja í Neyðarlínuna 112.

Ef þú verður vitni að neyðartilfelli: Reyndu að meta aðstæður á slysstað og ástand þeirra einstaklinga sem eru á staðnum.

Best er að láta einhvern annan sjá um að hringja í Neyðarlínuna 112.

Þá getur þú strax byrjað að veita skyndihjálp.

Gefðu neyðarverðinum greinagóðar upplýsingar um stöðu mála.

Vandaðu þig við að svara öllum spurningum neyðarvarðarins og veittu eftirfarandi upplýsingar:

1

SOS

Símanúmerið þitt eða símanúmerið í næsta tiltæka síma

2

Nákvæma staðsetningu

3

Hverskonar slys hefur orðið og mögulegt hættuástand á staðnum

4

Fjöldi slasaðra eða sjúkra

5

Ástand slasaðra

6

Hvaða skyndihjálp hefur verið veitt

Leggðu ekki á neyðarvörðinn fyrr en hann hefur staðfest að allar nauðsynlegar upplýsingar hafi komið fram.

Hikaðu ekki við að senda einhvern til að taka á móti sjúkra- eða lögreglubíl og leiðbeina honum á slysstað.

Ef um stórslys eða náttúruhamfarir er að ræða, hringdu einungis í Neyðarlínuna ef þú ert í bráðri hættu eða ert eina vitnið og hafir mikilvægar upplýsingar fram að færa. Varastu að teppa símalínur Neyðarlínunnar.

Fylgdu leiðbeiningum stjórnvalda án undantekninga.

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Slysaforvarnir í daglega lífinu
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK