Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Slysaforvarnir í daglega lífinu

240,287 views
Back to the program
Resources and description

Lærðu að huga að slysavörnum inni á heimilinu.

Lærðu að veita lífbjargandi aðstoð í gegnum skyndihjálpamyndböndin okkar sem unnin voru í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Í þessu myndbandi lærir þú að hvernig koma má í veg fyrir slys í daglega lífinu með einföldum forvörnum.

Geymdu hreingerningarefni ávallt í efri hillum eða læstum skáp.

Geymdu ekki eiturefni í matarumbúðum.

Geymdu lyf á öruggum stað, þar sem börn ná ekki til. Besti geymslustaðurinn er læstur lyfjaskápur.

Skildu glugga ekki eftir opna og óvaktaða.

Ef þú ert með svalir, gakktu úr skugga um að barnið þitt komi höfðinu ekki í gegnum rimlana. Ef svo er gerðu viðeigandi ráðstafanir til að hindra það.

Hindraðu aðgengi að stigum með hliði.

Varastu að láta langar rafmagnssnúrur liggja út á gólf.

Passaðu að skilja smáhluti ekki eftir þar sem börn gætu náð til þeirra og stungið upp í sig.

Til að koma í veg fyrir bruna:

Snúðu handföngum á pottum og pönnum í átt að veggnum.

Geymdu kveikjara og eldspýtur þar sem börn ná ekki til og settu hlíf fyrir framan arin.

Taktu straujárnið úr sambandi eftir notkun.

Skildu ónotað fjöltengi aldrei eftir í sambandi.

Settu innstunguvörn í allar ónotaðar innstungur.

Tryggðu ávalt að hitastigið á baðvatninu og matnum sé ekki of hátt.

Til að koma í veg fyrir drukknun:

Skildu barn aldrei eftir án eftirlits í baði, jafnvel þó vatnið sé grunnt.

Skildu barn aldrei eftir nærri sjó, sundlaug eða heitum potti.

Ef þú ert með sundlaug við heimilið: Settu girðingu í kringum laugina eða komdu fyrir annarskonar vörnum í kringum hana.

Brýndu fyrir börnunum þínum að fara varlega og kenndu þeim að forðast slys.

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Hliðarlega
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK