Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Afhöggvinn líkamshluti

7,459,412 views
Back to the program
Resources and description

Sjáðu hvaða skyndihjálp á veita vegna afhöggvins líkamshluta.

Þetta myndband er hluti af verkefninu “Lærðu að bjarga mannslífi” sem unnið var í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Valur Freyr Einarsson. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Skyndihjálp:

Afhöggvinn líkamshluti

Í þessu myndbandi lærir þú að búa um afhöggvinn líkamshluta.

Settu á þig hanska ef þeir eru tiltækir.

Skyndihjálp:

1/ Þrýstu á sárið

Þrýstu strax beint á sárið með hreinum klút eða plastpoka.

2/ Láttu hinn slasaða leggjast niður

Leggðu hinn slasaða á bakið til þess að koma í veg fyrir frekari meiðsli ef hann skyldi detta.

3/ Hringdu í Neyðarlínuna 112

Hringdu í Neyðarlínuna 112.

Biddu einstaklinginn að þrýsta á sárið svo þú getir leitað að afhöggna líkamshlutanum.

Ef hann er ófær um það, búðu um sárið með þrýstiumbúðum, grisju og teygjubindi.

4/ Geymdu afhöggna líkamshlutann

Finndu afhöggna líkamshlutann

Búðu um hann með rökum hreinum klút eða grisju og settu í plastpoka. Settu pokann í ísbað.

Með þessu móti verður mögulegt að sauma líkamshlutann á aftur í aðgerð.

Ekki nota snarvöndul til að stöðva blæðinguna. Ef snarvöndull er ekki settur rétt á getur hann valdið miklum og óbætanlegum skaða.

Breiddu yfir, hughreystu og fylgstu með ástandi hins slasaða.

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Kolsýringseitrun
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK