Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Meðvitundarleysi

416,338 views
Back to the program
Resources and description

Lærðu hvernig þú átt að bregðast við ef einhver missir meðvitund.

Lærðu að veita lífbjargandi aðstoð í gegnum skyndihjálpamyndböndin okkar sem unnin voru í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Skyndihjálp:

Meðvitundarleysi

Í þessu myndbandi lærir þú að sinna einstaklingi sem hefur misst meðvitund.

Skyndihjálp:

1 - Meðvitund?

Til að athuga hvort einstaklingurinn bregst við áreiti og sé með meðvitund, spurðu hvort allt sé í lagi og hristu varlega axlir einstaklingsins.

2 - Hringdu á Neyðarlínuna 112

Ef einstaklingurinn bregst ekki við, hrópaðu eða hringdu á hjálp.

Veltu einstaklingnum á bakið.

3 - Öndun eðlileg?

Kannaðu hvort að einstaklingurinn andar með því að leggja aðra höndina á ennið og fingurgóma hinnar handarinnar undir hökuna.

Þrýstu höfðinu varlega aftur og lyftu hökunni, til að opna öndunarveginn.

Hlustaðu eftir öndunarhljóðum í um 10 sekúndur. Reyndu að finna andardráttinn á vanga þínum og athugaðu hvort brjóstkassinn rís og hnígur.

4 - Reyndu að bregðast við í samræmi við ástand sjúklings

Reyndu að bregðast við í samræmi við ástand einstaklingsins.

Ef einstaklingurinn andar eðlilega leggðu hann í hliðarlegu. Hringdu í Neyðarlínuna 112, breiddu yfir einstaklinginn og fylgstu vel með ástandi hans þar til sérhæfð aðstoð berst.

Ef einstaklingurinn andar ekki eðlilega hringdu strax á Neyðarlínuna 112 eða biddu einhvern nærstaddan að gera það og byrjaðu endurlífgun með því að hnoða 30 sinnum og blása 2 sinnum til skiptis.

Ef þú kannt ekki, eða treystir þér ekki til að blása, hnoðaðu viðstöðulaust á taktinum tvö hnoð á sekúndu.

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Endurlífgun - Fullorðnir
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK