Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Marglyttustunga

16,379,840 views
Back to the program
Resources and description

Sjáðu hvernig veita má nauðsynlega skyndihjálp eftir að marglyttustungu.

Þetta myndband er hluti af verkefninu “Lærðu að bjarga mannslífi” sem unnið var í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Skyndihjálp

Marglyttustunga

Í þessu myndbandi lærir þú að veita einstaklingi sem hefur verið stunginn af marglyttu viðeigandi skyndihjálp.

Hjálpaðu einstaklingnum upp úr sjónum, hugaðu um leið að eigin öryggi með því að varast marglytturnar.

Ef þú ert á svæði þar sem eitraðar marglyttur eru algengar hringdu strax í Neyðarlínuna 112.

Skyndihjálp

1 - Klóraðu ekki

Reyndu að brýna fyrir einstaklingnum að klóra sér ekki á bitsvæðinu, það eykur á kláðann.

2 - Fjarlægðu stingfrumurnar

Skolaðu sárið með ediki til að draga úr eituráhrifum af stungunni.

Ef þú ert ekki með edik við höndina, skaltu hylja sárið með blautum sandi og láta hann þorna, síðan skaltu fjarlægja stingfrumurnar með því að skrapa þær í burtu til dæmis með greiðslukorti eða tímariti.

3 - Reyndu að draga úr sársauka

Um leið og búið er að fjarlægja stingfrumurnar skaltu setja stungusvæðið ofan í heitt vatn þar til sársaukinn dofnar.

Ef ekkert heitt vatn er aðgengilegt getur þú sett heitan blástur á svæðið og ef það reynist ógerlegt má nota kaldan bakstur.

Óráðlegt er að búa um sárið með umbúðum sem þrýsta á það, þá gætu stingfrumurnar losað meira eitur.

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Brotinn fótleggur
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK