Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Tannáverkar

497,530 views
Back to the program
Resources and description

Lærðu að bregðast við áverkum á tönnum.

Þetta verkefni okkar, sem tileinkað er skyndihjálp, var unnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Skyndihjálp

Tannáverkar

Í þessu myndbandi lærir þú að bregðast við áverkum á tönnum.

Þrennskonar sviðsmyndir geta komið upp:

1 - Úrslegin tönn

Sviðsmynd 1: Tönnin hefur dottið úr tannbeðinu:

Reyndu ekki að setja tönnina aftur á sinn stað.

1 - Skolaðu

Láttu einstaklinginn skola á sér munninn með hreinu vatni.

2 - Þrýstu á sárið

Stöðvaðu blæðinguna með því að þrýsta með hreinni grisju á sárið.

3 - Geymdu tönnina

Gættu þess að snerta ekkert nema tönnina sjálfa. Snertu ekki rótina en á henni gætu verið lifandi frumur.

Settu tönnina í saltvatnslausn eða nýmjólk.

4 - Farðu strax til tannlæknis

Komdu einstaklingnum til tannlæknis eins fljótt og vera má.

Því fyrr sem þú bregst við þeim mun meiri líkur eru á að bjarga tönninni.

2 - Tönnin hefur færst úr stað

Sviðsmynd 2: Tönnin hefur færst úr stað en er enn í tannbeðinu:

1 - Hreyfðu ekki við tönninni

Reyndu að hreyfa tönnina ekki úr stað.

2 - Farðu strax til tannlæknis

Farðu með einstaklinginn til tannlæknis eins fljótt og mögulegt er.

Því fyrr sem þú bregst við, þeim mun meiri líkur eru á að hægt verði að bjarga tönninni.

3 - Tönnin er brotin eða flísast hefur upp úr henni

Sviðsmynd 2: Tönnin hefur brotnað:

1 - Geymdu tannbrotið

Finndu tannbrotið og settu það í saltvatnslausn eða nýmjólk.

2 - Farðu strax til tannlæknis

Farðu strax með einstaklinginn til tannlæknis.

Download
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK