Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Eitrun

1,317,392 views
Back to the program
Resources and description

Lærðu að veita skyndihjálp í eitrunarslysum.

Þetta verkefni okkar, sem tileinkað er skyndihjálp, var unnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Skyndihjálp

Eitrun

Í þessu myndbandi lærir þú að veita einstaklingi sem hefur innbyrt eitur viðeigandi skyndihjálp.

Flestar eitranir má rekja til inntöku á lyfjum eða eitruðum hreinlætisvörum.

Skyndihjálp:

1 - Finndu út hvað efni olli eitruninni

Finndu út hvað eitraða efni einstaklingurinn hefur tekið inn.

Reyndu að áætla hversu mikið af efninu einstaklingurinn tók inn og hvenær.

2 - Hjálpaðu í þægilega stellingu

Ef einstaklingurinn á erfitt með að anda, láttu hann setjast niður eða hjálpaðu honum í þá stellingu sem auðveldar öndun.

3 - Hringdu í Neyðarlínuna 112.

Hringdu í Neyðarlínuna 112, gefðu þær upplýsingar sem þú hefur safnað og fylgdu ráðleggingum.

4 - Ekkert að drekka

Gefðu einstaklingnum ekkert að drekka.

5 - Reyndu ekki að láta einstaklinginn kasta upp

Reyndu ekki að láta einstaklinginn kasta upp, eiturefnið getur aftur brennt viðkvæma slímhúð í hálsi og munni á leiðinni út aftur.

6 - Veittu viðeigandi skyndihjálp

Veittu einstaklingnum skyndihjálp í samræmi við ástand hans.

Ef einstaklingurinn missir meðvitund en andar enn eðlilega, settu hann í hliðarlegu og fylgstu með ástandi hans þar til sérhæfð aðstoð berst.

Ef einstaklingurinn hættir að anda byrjaðu endurlífgun með því að hnoða 30 sinnum og blása 2 sinnum til skiptis.

Ef þú kannt ekki, eða treystir þér ekki til að blása, hnoðaðu viðstöðulaust á taktinum tvö hnoð á sekúndu.

Eitrun af völdum efna

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Köfnun ungabarna
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK